Jafnlaunagreining

Ferli: Laun → Úttak → Jafnlaunagreining

Í fyrirspurninni er hægt að ná saman gögnum út sem skila þarf til vottunaraðila þ.e. starfsmannaupplýsingum, stigagjöf og launaupplýsingum.

Þessi fyrirspurn er þróuð á móti PayAnalytis og er hægt að vista hana út í excel og lesa beint inn til PayAnalytics.

Jafnlaunakönnun er einfaldari í uppsetningu en jafnlaunateningur og því mælt með að setja hana fyrst upp til kanna hvort upplýsingar úr henni eru nægjanlegar. Sé hins vegar þörf á nánara sundurbroti og greiningu fyrir jafnlaunaskýrslu er jafnlaunteningur settur upp.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til að geta Framkvæmt könnun þarf fyrst að varpa launaliðum í rétta dálka. Þetta þarf aðeins að framkvæma einu sinni og þarf ekki að breyta nema launaliðum sé bætt við eða fyrri vörpun eigi ekki  lengur við.

Gildin sem eru í boði til að varpa launaliðum

Gildin sem eru í boði til að varpa launaliðum sjást í reitnum Dálkur í vörpun launaliða.

Í jafnlaunakönnun í H3 birtist summa upphæða í launaliðum undir þessum heitum dálka. 

Hafi fyrirtæki launaliði sem eiga að koma fram í jafnlaunakönnun en eru ekki eru í boði í Dálkur er valið Breytileg laun. Þeim heitum er síðan breytt ef þarf þegar jafnlaunakönnun hefur verið tekin út út í excel. Þar er hægt að skýra dálka með þeim heitum sem við eiga fyrir fyrirtækið.

Vörpun launaliða

Til að varpa launaliðum er farið í Laun > Úttak>Jafnlaunagreining > Varpa launaliðum – þá opnast listinn með öllum launaliðum. Merkja þarf í reitinn Dálkur í öllum launaliðum í listanum.

  1. Veldu saman þá launaliði sem eiga að teljast saman í jafnlaunakönnuninni og gefðu þeim sama númer í listanum. Sem dæmi allir launaliðir sem eiga að teljast til dagvinnu eru merktir nr. 1 o.s.frv.

    1. Til að flýta fyrir skráningu er hægt að slá inn byrjun á heiti sbr. Mán og fá þannig upp alla launaliði sem byrja á því.

    2. Velja númerið 1 í reitnum Dálkur í efstu færslunni.

    3. Fara í neðra hægra hornið í reitnum í skrefi b, þá birtist plúsmerkið og hægt að draga númerið niður í færslurnar fyrir neðan.

       

  2. Til að fá inn dagvinnustundir þarftu að haka við þá launaliði sem telja til dagvinnustunda:

     

  3. Til að fá inn yfirvinnustundir þarftu að haka við þá launaliði sem telja til yfirvinnustunda.

     

  4. Þeir launaliðir sem ekki eiga að birtast í jafnlaunakönnun eiga að fá gildið 0 í reitnum Dálkur; sá reitur má ekki  vera auður.

Breyta heitum á vörpun launaliða

Notendum er nú gefinn kostur á að breyta heitum á dálkum á vörpunarliðum.

Til þess að fá nýju heitin á vörpunarliðum í skýrsluna þarf að keyra skýrsluna upp aftur eftir að heitum er breytt.

Framkvæma jafnlaunakönnun

Með því að framkvæma jafnlaunakönnun nást fram upplýsingar um stöðu allra starfsmanna á völdu tímabili út frá starfaflokkum og launum. Hægt er að framkvæma jafnlaunakönnun eins oft og þurfa þykir. Athugið að til að fá inn starfaflokka, viðmið og stigagjöf þarf að vera búið að skrá það inn í H3. Smelltu hér fyrir leiðbeiningar.

Framkvæma jafnlaunakönnun:

  1. Farðu í Laun > Úttak> Jafnlaunagreining>Framkvæma könnun – þá opnast verkferillinn Jafnlaunagreining.

  2. Í fyrsta sinn sem könnunin er framkvæmd er ráðlagt að kanna stöðu á uppsetningu vörpunar á launaliðum og skráningu menntastigs.

  3. Veljið tímabil þ.e. mánuð sem framkvæma á jafnlaunakönnun fyrir t.d. 201602– fyrir febrúar 2016.

  4. Smellt á Opna fyrirspurn Þá birtist listi sem sýnir jafnlaunakönnun fyrir valið tímabilið

Vinna með gögn úr jafnlaunakönnun

Upplýsingar í jafnlaunakönnun sýna ekki tölfræðileg gildi s.s. launamun á milli starfaflokka eða kynja heldur er hægt að nota upplýsingar úr jafnlaunakönnun sem hrágögn til þess að framkvæma tölfræðilega úrvinnslu eða myndræna framsetningu á stöðu launa.

Til að vinna með gögnin er mjög gagnlegt að nota listavirkni til að stilla gögnunum upp eins og henta þykir til þess að fá góða yfirsýn og ná út gögnum fyrir nánari úrvinnslu. Til dæmis er hægt að flokka gögnin eftir starfaflokkum, kyni, þjóðerni eða aldri. Einnig er hægt að birta eða draga til dálka og birta þannig mismunandi sýn á gögn eftir þörfum. Hverja uppsetningu er síðan hægt að vista.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar stillt hefur verið upp hentugum lista er smellt á X táknið efst til vinstri til að ná gögnum út í Excel til nánari úrvinnslu.

Í könnuninni birtist summa upphæða í launaliðum undir dálkaheitum eins og Föstlaun1 Föstlaun 4 –  þegar jafnlaunakönnunin er tekin út í excel er hægt að skýra dálka með þeim heitum sem við eiga fyrir fyrirtækið.

Starfsmenn í fastri vinnu eða tímavinnu:

  1. Til að greina á milli starfsmanna í fastri vinnu og tímavinnu er gott að flokka starfsmenn eftir dálkinum Föst laun(1) Breytileg(2). Starfsmenn í fastri vinnu sjást í flokki 1 og starfsmenn í tímavinnu í flokki 2. Mismunandi upplýsingar birtast fyrir þessa starfsmenn:

    1. Hjá starfsmönnum í fastri vinnu sjást upplýsingar um launatöflu og grunnlaun

    2. Hjá starfsmönnum í tímavinu sjást upplýsingar um dag og yfirvinnueiningar s.s. fjölda og upphæð (Eftir að uppfærsla 8788 - September 2021 er tekin inn þá sýnir skýrslan einnig launatöflu og grunnlaun hjá starfsmönnum í tímavinnu).

 

Senda til PayAnalytics

Ferli: Úttak - Jafnlaunagreining - Framkvæma könnun - Tímabil valið - Aðgerðir - Senda til PayAnalytics

Aðgerðin sendir alla sýnilega dálka í valmynd yfir til PayAnalytics.

Hægt er að stofna mismunandi uppsetningar og þá verið með mismunandi greiningar hjá PayAnalytics.