Orlofsaðferð 2 Jafnsöfnunaraðferð
Aðferðin er tímaaðferð þ.e. tímarnir í "Deilitala orlofs" er uppsöfnun m.v. 100% starf óháð launaupphæð.
Reiknihópana RORLOF2 og UORLOF á að setja á launagreiðanda.
Reiknistofnana SORLOF og UORLOF á að setja á launalið “Mánaðarlaun í orlofi” (oftast LL1012) og á launalið "Dagvinna í orlofi" (oftast LL1052).
Töflurnar hér að neðan sýna útreikning á orlofi eftir mismunandi vinnuskyldu. "Deilitala orlofs" er sett á starfsmann í samræmi við þá töflu sem vinnuskyldan sést í.
Einnig er hægt að hlaða niður skjali hér að neðan til að reikna út deilitölu orlofs miðað við vinnuskyldu
Ef launþeginn á að safna upp orlofi af öllum launum í tímum:
"Reiknað orlof" í starfsmanni er sett "Öllu safnað sem dagvinnu"
Í launatöflu starfsmanns þarf að setja inn orlofsstuðul, stuðullinn er mismunandi eftir kjarasamningum.
Á þá launaliði sem þetta á við um t.d yfirvinnu þarf að setja reiknistofninn SORLOFST
Í reiknihópinn RORLOF2 þarf að bæta við einni línu, þannig að hópurinn líti svona út.
Dæmi: Ef yfirvinnutímarnir eru 10, orlofsprósentan í manninum er 10,17% og orlofsstuðullinn er 1,8 þá reiknast þetta svona: 10*10,17%*1,8. = 1,8306
Þegar launþeginn fær uppgert orlof við starfslok þá þarf að greiða það á launalið sem myndar ekki orlofstíma. Launaliðurinn á að hafa reiknitegundina "Önnur laun" og hann hefur ekki á sér reiknistofninn SORLOF.
Ef launþegi fer í launalaust frí sem ekki á að hafa áhrif á orlofsuppsöfnun þá þarf að passa upp á að skrá fríið á launalið sem ekki er með stofninn SORLOF.