Orlofsaðferð 1 Krónutöluaðferð

Í þessari orlofsaðferð reiknast áunnir orlofstímar út frá orlofsprósentunni sem er í starfsmanni og greiddum launum.  Orlof reiknast ofan á orlof og engin ávinnsla þegar farið er í frí. 

Reiknihópinn RORLOF  á að setja á launagreiðanda.

Reiknistofninn UORLOF á að setja á launalið “Mánaðarlaun í orlofi” (oftast LL1012) og á launalið "Dagvinna í orlofi" (oftast LL1052).

Staðan á launamanni er alltaf nákvæm þ.e. orlof er komið á orlofið.

Ef launþegi fer í launalaust frí sem ekki á að hafa áhrif á orlofsuppsöfnun þá þarf að passa upp á að skrá fríið á launalið sem ekki er með stofninn SORLOF.

Þessi aðferð getur umbreytt öllum launum yfir í orlofstíma og við uppgjör á orlofi er notaður sami launaliður og þegar farið er í frí.

Töflurnar hér að neðan sýna útreikning á orlofi eftir mismunandi vinnuskyldu.  "Deilitala orlofs" er sett eins og vinnuskylda.