Stofna launþega
Að stofna launaþega í H3 er gert í nokkrum skrefum. Til að sjá myndina hér að neðan stærri er smellt á hana.
Skref 1. Við byrjum á því að taka síuna af, höfum hana tóma. Sían er efst í hægra horni kerfisins.
Skref 2. Förum í Launamenn (Táknmynd efst, vinstra megin á skjánum) og stofnum launþegann sem launamann. Við ýtum á "Insert" og skráum grunnupplýsingar, ef kerfið er tengt þjóðskrá kemur nafn og heimilisfang sjálfkrafa inn. Síðan fyllum við út upplýsingar um bankareikninga og annað, við notum "CTRL S" til að vista. Þá eru aukaflipar þar sem skráð er Skattkort og Gjöld. Einungis er hægt að stofna launþegann einu sinn sem Launamann.
Skref 3. - Ef starfsmaður er handskráður inn - sjá val í ferli hér til hliðar
Farið í Starfsmenn (Táknmynd, efst vinstra megin á skjánum) og stofnum starf á launþegann. Við ýtum á Insert og sláum inn kennitöluna eða leitum að henni í uppfletti, þá nær starfsmannamyndin í upplýsingar úr launamanninum. Í Starfsmannamyndina eru settar upplýsingar sem tengjast starfi hans s.s launaupplýsingar, orlofsréttur o.þ.h. Þá eru flipar til að skrá lífeyrissjóði, stéttarfélag, reiknihópa, fasta liði, hlutfallaða liði og viðbótarstarfsaldur.
Hægt er að stofna mörg störf á hvern launþega og þarf eitt þessara starfa alltaf að vera skráð sem aðalstaf. Gegni launþegi tveimur eða fleiri störfum hjá fyrirtækinu og lífeyrissjóður og eða stéttarfélag í viðkomandi störfum er ekki sá sami er nauðsynlegt að stofna tvö störf (eða fleiri ef við á). Sé launþeginn hins vegar í sama lífeyrissjóði og stéttarfélagi í þessum störfum þá er einfalt að vera með eitt starf og búa til færslur í föstum liðum sem aðgreina störfin t.d. með því að yfirskrifa deild, samning, launflokk og eða þrep o.s.frv.. Allt eftir því hvað við á í hverju tilfelli
Skref 4. Að síðustu skráum við laun og skoðum hvort allt reiknist, s.s. lífeyrissjóðir og stéttarfélög, orlof, gjöld, starfsaldur og stöðugildi.