Réttindaútborgun - skuldbinding

Réttindi starfsmanns svo sem orlof, lágmarkshvíld eða hvað annað sem þarf að gera upp við starfslok getur kerfið reiknað upp með launatengdum gjöldum.


Stillingar


Þeir launaliðir sem um ræðir hafa launategundina 81, í Stofn/Launaliðir. 

Myndin hér til hliðar sýnir listann í  Stofn/Launaliðir þar sem hefur verið síað á launategund 81, gert með því að fara í píluna í dálkinum launategund og afmerkja aðrar tegundir en 81.

Á myndinni sjáum við þá launaliði sem reiknast inn í skuldbindinguna, þeir eru breytilegir á milli fyrirtækja.



Til þess að hægt sé að reikna upp kostnað þarf að skilgreina á launaliðina “Tengdur gjaldaliður” þ.e. á hvaða launalið færslurnar fara við uppgjör.  Athugið að töfluliður þessara launaliða þarf að vera til inni í öllum launatöflum.  

Til þess að hægt sé að flytja kostnaðinn yfir í bókhald þarf að skilgreina "Bókhaldsuppsetningu réttinda" á sömu launaliði.


Reikna skuldbindinguna


  • Stofna Réttindaútborgun -  Réttindi/Réttindaútborgun
  • Númer á að vera yyyy.mm  t.d. 201805 ef taka á stöðuna eftir maí 2018
  • Það þarf að setja opinn mánuð á útborgunina, sami mánuður og útborgunarnúmerið.


Minnum á að ef það er búið að opna aðra útborgun sem á að taka tillit inn í réttindaútborgun þá er mikilvægt að vera búin að reikna almennu útborgunina.

Skoða reikninginn

  • Fara í “Aðgerðir” og velja “Reikna réttindi”

Þessi aðgerð reiknar upp tímana m.v. launin eins og þau eru miðað við færsludag útborgunar og bætir við reiknihópafærslum, hlutfölluðum liðum og launatengdum gjöldum.  Aðgerðin getur tekið nokkurn tíma að keyra og það koma skilaboð í athugasemdagluggann þegar henni er lokið.

Þegar réttindaútborgun er reiknuð þá kemur sjálfgefið hak í Réttindaútborgun reiknuð og sýnt hvenær hún var reiknuð síðast.

Ef það á að reikna aftur þá er hakið tekið úr og réttindaútborgun reiknuð.



Áður en við sendum frá okkur niðurstöður réttindareiklnings skoðum við færslurnar og berum saman við síðustu reiknuðu réttindaútborgun til að gera okkur grein fyrir því hvort frávikin séu eðlileg.


Förum til þess í Greiningar/Greiningarteningur - Réttindastaða


Hér sjáum við að heildarskuldbinding fyrir maí er 65.825.699, 3,7m hærri en i apríl og við leggjum mat á hvort það sé eðlileg hækkun með tilliti til starfseminnar,  við sjáum þarna sundurliðun á kostnaðartegundir sem ætti að hjálpa okkur til við að greina þetta.

Ef við erum ekki sátt er deildin dregin niður á lóðrétta ásinn og starfsmaðurinn þar undir ef þarf.

Skuldbindinguna er hægt að skoða á margan mismunandi hátt, hægt að draga niður t.d. starfsheiti og launaliði, skoða tíma orlofs og einingar uppbóta.