Laun frá öðrum

Ef starfsmaður hefur laun frá öðrum launagreiðanda þá er hægt að setja inn laun frá öðrum. Þetta er gert í launamannamyndinni.

Dæmi 1: Ef starfsmaður á að greiða skatta í þrepi 2 þá er slegin inn upphæð í reitinn “Laun frá öðrum”

Miðað við skatthlutföll 2023 er slegin inn upphæðin 409.986.

Dæmi 2: Ef starfsmaður á að greiða skatta í þrepi 3 þá er slegin inn upphæð í reitinn “Laun frá öðrum”

Miðað við skatthlutföll 2023 er slegin inn upphæðin 1.151.012.

Hægt er nú að skrá laun frá öðrum í gegnum “Skrá tíma og laun”

Þegar þetta er skráð í gegnum “Skrá tíma og laun” þá skrifast þetta beint inn á spjaldið hjá viðkomandi launamanni.