Launaliðir

Launaliðir
 (Laun - Stofn - Launaliðir)
 
Í þessari skjámynd eru launaliðir stofnaðir og þeim haldið við. 


 
Launaliðir stýra sundurliðun og reikningi í launakerfinu og tengja saman alla þætti launaútreiknings í launafærslum á starfsmenn.
Í launaliðum eru stofnaðir allir liðir sem nota þarf í skráningu launa svo og þeir sem eru afleiddir (útreiknaðir), s.s. lífeyrisiðgjöld, félagsgjöld, staðgreiðsla og persónuafsláttur. Gert er ráð fyrir að launaliðir séu flokkaðir saman,  t.d. eru kerfisliðir (afleiddir liðir) settir frá 9000 - 9999.  Þegar nýr launaliður er stofnaður er mjög mikilvægt að hann sé rétt tengdur við bókhald og launatöflur.  Að öllu jöfnu þarf ekki að yfirfara launaliðatöfluna nema í byrjun þegar verið er að taka kerfið í notkun eða þegar nýjum launaliðum er bætt við.
 
Þar sem launavinnsla byggir á launaliðatöflunni er rétt að benda á að notendur breyti engu né bæti við nema þeir hafi fullt vald á því sem þeir eru að gera.  Það er mjög mikilvægt að skráning á launategund, reiknitegund og reiknistofnum sé vönduð því röng skráning getur haft víðtækar afleiðingar.  Réttast er að hafa samband við þjónustudeild Advania ef gera þarf breytingar á launaliðaskrá. h3@advania.is
 
Athugið ekki er hægt að skrifa í Töflulið númerið á launaliðnum fyrr en búið er að vista hann. Best er að setja númer á launalið sem er til og breyta svo strax þegar búið er að vista nýja launaliðinn.

Hér að ofan sjáum við að launaliður 1012 hefur töflulið 101, þetta þýðir að þegar taxtinn er sóttur í launatöflu í launareikningi leitar kerfið að launalið 101. Launaliður 1012 á því ekki að vera í launatöflunni. 

 
Þegar settar eru inn tegundir á launaliði þarf að skoða sambærilega launaliði.  Þessi partur er sérstaklega mikilvægur, hann stýrir því t.d. hvort orlofið reiknist út í tímum eða krónum og hvernig stöðugildi og starfsaldur reiknast

 
Kaflinn "Stillingar" á við stillingar á launaseðli.  Allir launaliðir sem eru laun eiga að hafa hak í "Prentast út á launaseðli".  Það er oft sem hakið er tekið af í þeim launaliðum sem tilheyra mótframlögum stéttarfélaga til þess að launaseðillinn sé styttri.  
Ef "Dregst saman með" er annað númer en á launaliðnum eins og í þessu tilfelli þá dregur seðillinn saman launalið 101 og 1012 og sýnir samanlagða einingu beggja liða og launþeginn sér því ekki að fært sé á orlof.  Þetta er þó háð því skilyrði að einingaverðið sé það sama.
"Dregst saman" er til að sameina launaliði óháð einingaverði og sést það þá ekki á seðlinum.

 
Reiknistofnarnir segja til um það hvað reiknast af launaliðnum, t.d ef SSLIF er ekki á launaliðunum reiknast enginn lífeyrissjóður.  SHEILDL er notað í reiknihópum og því mikilvægt að það sé á öllum liðum sem teljast til launakostnaðar.


Hægt er að afrita upplýsingar úr launalið sem þegar er til yfir í nýjan launalið.

Þegar þetta er gert er best að finna launalið sem er með sömu eða svipaða uppsetningu hvað varðar flokkun og reiknistofna og nýi launaliðurinn. Þá er minna sem þarf að breyta í nýja launaliðnum. Til að afrita upplýsingar úr launalið yfir í nýjan launalið er farið í Aðgerðir lengst til hægri á skjánum og smella á Afrita öll gögn og undirtöflur


Finna laust númer og setja það inn. Ef hakað er við uppsetningu samtalna og reiknistofn flytjast allar þær upplýsingar yfir í nýja launaliðinn. Yfirfara þarf svo upplýsingar og breyta heiti og því sem á sérstaklega við um nýja launaliðinn. Athugið að mjög mikilvægt er að passa upp á að allar upplýsingar í reiknistofni séu réttar.

Hægt er að stofna nýjar kostnaðartegundir og greiningategundir ef bæta þarf við það sem þegar er til í kerfinu. Farið í Stofn - Launaliðir - Greiningategundir eða Stofn - Launaliðir - Kostnaðartegundir, smellt á Ctrl + N eða Insert til að stofna nýja tegund.

Bókhaldsuppsetning - launaliðir koma uppsettir með ákveðinni bókhaldsuppsetningu. Þetta þarf að yfirfara þegar farið er í bókhaldsuppsetningu fyrirtækis sem er gert í samráði við launaráðgjafa á síðari stigum innleiðingar.

Reiknistofnar - Með kerfinu koma uppsettir reiknistofnar. Farið í Stofn - Launaliðir - Reiknistofnar til að sjá uppsetta reiknistofna. Ef fyrirtæki er í fjármálageiranum þarf að bæta reiknistofninum RFSSK á þá launaliði sem mynda stofn til fjársýsluskatts.