Reikna uppbætur
Óháð uppbótasöfnun sem á sér stað í hverjum mánuði reiknum við uppbætur eftir ákveðnum forsendum fyrir hverja launatöflu fyrir sig.
Þessi aðferð við útreikning leggur saman skráða tíma á launaliði sem hafa reiknistofn fyrir uppbót á sér og ber saman við þá tíma sem settir eru inn sem viðmiðunartímar. Hafi starfsmaður skilað jafnmörgum eða fleiri tímum en viðmiðunartímafjöldinn fær hann eina einingu uppbótar en ef hann nær ekki viðmiðunartíma fær hann uppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma. Einnig er hægt að nota mánuði sem viðmið.
- Grunnur að útreikningi eru færslur á þá launaliði sem hafa reiknistofninn fyrir viðkomandi uppbót, Stofn / Launaliðir / Reiknistofnar
- Athuga þarf að vinnuskylda starfsmanns fyrir 100% starf sé í samræmi við vinnuskyldu í launatöflum.
- Til þess að hægt sé að framkvæma þessa vinnslu þarf að vera búið að skilgreina á safnfærslu launaliði “Tengdur gjaldaliður” þ.e. á hvaða launalið færslurnar fara við uppgjör. Athugið að töfluliður þessara launaliða þarf að vera til inn í launatöflum.
Skref 1:
Laun → Vinnslur → Reikna uppbætur
2a.) Reiknihópur er valinn
2b.) Merkt við þær launatöflur sem reikna á upphæð fyrir, ath. að velja ætti saman töflur með sömu vinnuskyldu, nema ef viðmið er allt haft í mánuðum
2c.) Velja tegund ráðningar, ef ekki á að reikna fyrir alla starfsmenn er gefinn möguleiki á tegund ráðningar.Velja mánuð undir fyrsta dag tímabils
2d.) Velja mánuð undir síðasta dag tímabils
2e.) Tímar mánuðir/Viðmið fyrir fulla uppbót, hér er sett inn t.d. 11 mán. eða 1800 tímar (skv VR), fara allt eftir hvernig ákvæði kjarasamninga eru
2f.) Tímar mánuðir/Viðmið fyrir hlutfallslega uppbót, ef viðmið er annað fyrir hlutfallslega uppbót er það sett inn annars haft tómt.
2g.) Deilitala fyrir hætta starfsmenn, sett inn ef viðmið er annað en fyrir starfsmenn í starfi, annars haft tómt.
2h.) Ef skilyrt er í kjarasamningum að hættir starfsmenn þurfi að hafa starfað í x mánuði til að eiga rétt á uppbót, er það sett inn hér.
Ef þið gerið upp uppbætur um leið og starfsmenn hætta þá setið þið 12 mán. í deilitölu
2i.) Þegar búið er að setja skilyrðin inn er smellt á Aðgerðir/Reikna
Skref 2:
Í lista koma starfsmenn sem fundust miðað við skilyrði sem sett eru inn fyrir útreikning. Við sjáum hvaða starfsmenn hafa náð hámarksstundum og hvaða hættir starfsmenn ná lágmarki. Með því að benda á fyrirsagnir sem sjást ekki allar má sjá frekari texta. Með því að smella á fyrirsögn raðast listinn eftir viðkomandi dálki.
Ef sátt er um þessa niðurstöðu eru færslurnar settar í bunka, þar sem hægt er að eiga við færslurnar ef þarf, valið undir hnappnum "Aðgerðir"
Skref 3:
Laun → Bunkaskráning
Einn bunki varð til fyrir þá aðila sem eru með plúsfærslur og annar fyrir þá sem eru undir lágmarki, eru með mínusfærslur eða eru á núlli. Mínusfærslur geta myndast ef starfsmaður hefur fengið uppgjör fyrr á árinu og aðgerðin að núllstilla er ekki notuð. Í bunkum er hægt að breyta færslum og eyða þeim út.
Eftir yfirferð setjum við færslurnar í útborgun.
Skref 4:
Þú þarft að endurreikna launin til að ná í upphæðir í launatöflu, þangað til sjást aðeins einingarnar í skrá tíma og laun.
Á nýju ári, eftir uppfærslu áramótaútborgunar.
Það þarf að núllstilla uppbótina í sér útborgun til þess að losna við brot sem sitja eftir sem réttindi eða skuld, Þetta þarf að gera áður en réttindaútborgun er keyrð. Sjá leiðbeiningar hér um núllstillingu réttinda
- Athuga þarf að vinnuskylda starfsmanns fyrir 100% starf sé í samræmi við vinnuskyldu í launatöflum.