Stjórnendur

Hlutverk stjórnenda í samþykktarferli launa er að fara yfir laun sinna starfsmanna, óska eftir breytingum og samþykkja. Þegar launafulltrúi hefur sett af stað samþykktarferli fær stjórnandi póst og getur þá skoðað og samþykkt laun.

 

Myndbandinu hér að ofan er hægt að dreifa sem mp4 skrá. Til að hlaða niður myndbandinu er sveimað yfir með músinni undir myndbandinu og smellir á skýjatáknið neðst til hægri:

 

GERA SAMANBURÐ Á ÚTBORGUNUM

Til að bera saman núverandi útborgun og fyrri útborgun t.d. á sama tíma í fyrra eða í síðasta mánuði er valið efst í samþykktarferli:

 

SKOÐA MÆLIKVARÐA Í ÚTBORGUN

Ofarlega í samþykktarferli sjást valdir mælikvarðar úr útborguninni sem verið er að samþykkja. Hægt er að sía niður á deildir eða hópa til að sjá eingöngu starfsmenn úr valinni deild/hóp og uppfærast þá mælikvarðarnir.

 

SKOÐA HEILDARLAUN

Hægt er að sjá heildarlaunakostnaður niður á deild/hóp eins hvort að kostnaður hefur hækkað, lækkað eða staðið í stað miðað við samanburðarútborgun.

 

SKOÐA LAUN STARFSMANNS

Til að skoða laun starfsmanns er hægt að grafa sig niður í samþykktarferlið:

Smella fyrst á deildarheitið og svo viðkomandi starfsmann.

Taki samþykktarferlið mikið pláss á skjánum er haldið niðri ‘CTRL’ takkanum og smellt á ‘-' takkann til minnka skjámyndina. Hægt er að stækka hana aftu rmeð ‘CTRL’ og '+’.

SKOÐA LAUN STARFSMANNS - Einingaverð

Hægt er að sjá einingaverð niður á starfsmann.

Smella fyrst á deildarheitið, svo viðkomandi starfsmann og svo á launaliðinn.

 

VINNA MEÐ ATHUGASEMDIR

Athugasemdir eru notaðar til að koma upplýsingum um laun starfsmanns á milli launafulltrúa og stjórnanda.

Hægt er að láta póst sendast þegar athugasemdir eru skráðar. Hafið samband við ráðgjafa h3@advania.is til að virkja póstsendingar.

 

SAMÞYKKJA LAUN

Hægt er að samþykkja laun heillar deildar/hóps eða einn eða fleiri starfsmenn í einu:

Sjálfgefið kemur hak í alla deildina/hópinn, hægt er að samþykkja alla deildina/hópinn í einu með því að smella á “Samþykkja” eða afhaka þá starfsmenn sem ekki á að samþykkja og smella á samþykkja hnappinn.

 

ENDURSAMÞYKKJA

Hafi launum verið breytt setur launafulltrúi af stað endursamþykkt. Stjórnandi fær póst um að hann þurfi að samþykkja aftur laun deildar/hóps eða starfsmanns.

 

BERA SAMAN LAUN OG ÁÆTLUN

Sé H3 áætlunarkerfið í notkun er hægt að sjá myndrænan samanburð á heildarlaunakostnaði og stöðugildum fyrir hvern mánuð fyrir þær deildir/hópa sem notandi hefur aðgang að.

Til að áætlunartrend línan sjáist þá þarf að vera búið að haka í "Í gildi" í áætlun á viðkomandi ári.