Reikniaðferðir

Frá og með uppfærslu 8895 - Janúar bjóðum við upp á tvær reikniaðferðir.

Aðferð 1

Notar fjölda virkra daga deilt með meðaltalsmánuði (21,67) til að reikna hlutfall eininga þegar launalið er skipt upp.

Þetta er aðferð sem hefur verið notuð í H3 hingað til.

Dæmi:

Starfsmaður á 100% launum fær launahækkun frá og með 15.9.2021.

Tímabil 1: 1.9-14.9.2021 samtals 10 virkir dagar sem gerir 10/21,67= 0,461467

Tímabil 2: 15.9-30.9.2021 samtals 12 virkir dagar sem gerir 12/21,67=0,553761

Samtals gerir þetta 1,015228 einingu.

Hjá þeim notendum sem eru að nota tímavídd þá framkvæmir kerfið skiptinguna sjálfkrafa ef það er merkt að viðkomandi launaliður eigi að hlutfallast eftir dagsetningum í tímavídd.

Þeir notendur sem eru ekki búnir að virkja tímavídd halda áfram að handskrá þessar breytingar líkt og þeir hafa áður gert.

Aðferð 2

Notar fjölda daga á tímabili deilt með fjölda daga í mánuðinum.

Þetta er ný aðferð!

Dæmi:

Starfsmaður á 100% launum fær launahækkun frá og með 15.9.2021.

Tímabil 1: 1.9-14.9.2021 samtals 14 dagar sem gerir 14/30= 0,466667

Tímabil 2: 15.9-30.9.2021 samtals 16 dagar sem gerir 16/30=0,533333

Samtals gerir þetta 1 einingu.

Notendur sem eru með tímavídd og velja að nota þessa aðferð fara í Laun - Stofn - Stillir - HLaun - Nota fjölda virkra daga deilt með meðaltalsmánuði (21,67) til að reikna hlutfall eininga þegar launalið er skipt upp samkvæmt tímavídd og velja “Nei”.

 

Þessari nýju stillingu verður dreift með gildinu “Já” og munu notendur ekki finna fyrir neinum breytingum nema þeir viðskiptavinir sem eru komnir með tímavídd þeir þurfa að vera meðvitaðir um þegar það er uppskipting skv. skráningu í tímavídd á tímabili að laga einingarnar í takt við hvað viðkomandi á að fá greitt í laun sbr ofangreint dæmi í aðferð 1.