Hækka fasta liði í tímavídd
Ferli: Laun > Skrá tíma og laun > Aðgerðir > Hækka Fasta liði tímavídd.
Það þarf að velja frá-til skilyrði fyrir starfsmenn, launaliði, deildir, verk, stéttarfélög, starfsheiti eða starfaflokk.
Hverskonar hækkun á að eiga sér stað, prósentu eða föst hækkun?
Dæmi um fasta hækkun:
Veljum t.d. skilyrði deild, sækjum deild/ir í báða reiti.
Tegund hækkunar er Föst.
Við viljum að allar upphæðir sem skráðar eru á starfsmenn í valinni deild sem hafa einingarverðir 10.000 kr. hækki í 12.000 kr. þann 01.08.2023.
Þá skráum við 10.000 kr. í dálkinn Föst tala úr og skráum 12.000 kr. í Föst tala í.
Viðmiðunardagsetning hækkunar er þá 01.08.2023.
Þá stofnast endadagsetning á tímavídd sem var til undir Fastir og hlutfallaðir liðir og ný tímavídd stofnast með Viðmiðunardagsetningu og nýrri upphæð á þá launaliði sem var áður með einingarverðið 10.000 kr., aðrir liðir sem voru í fyrri tímavídd flytjast einnig yfir í nýja tímavídd.
Eldri tímavíddin:
Nýja tímavíddin:
Hægt er að gefa aðgang að þessari aðgerð Hækka fasta liði í tímavídd með því að bæta einingunni Salary2050 Hækka Fasta liði tímavídd á viðeigandi hlutverk.