Launaseðlar á ensku fyrir heimabanka

Til að geta nýtt sér birtingu launaseðla á ensku í heimbanka starfsmanna, þá þurfa launagreiðendur að vera búnir að breyta um stílsnið þ.e.a.s. fara úr txt í XML → senda launaseðlana með vefþjónustu.

Hér má finna frekari upplýsingar um "Launaseðlar - Senda til vefþjónustu



Til þess að virkja launaseðla á ensku þarf að framkvæma eftirfarandi:

Ferli: Stofn - Launaliðir - Launaliðir

  •  Í skráningu er farið í  heitið á einhverjum launalið og smellt á Ctrl + Shift + T
  • Í gluggangum sem opnast þarf að velja tungumálið enska. Síðan þarf að velja einn af þremur valmöguleikum undir "Skráning"



Þegar smellt er á Áfram lokast glugginn og kominn er inn nýr reitur fyrir heitið á ensku (en).

Fara þarf í alla launaliði og setja inn enska textann

Athugið einnig er hægt að lesa inn enska heitið á launaliðina.

  • Til að undirbúa innlestur þá er viðbótarlaunaliðum bætt inn í eftirfarandi skjal og svo haft samband við ráðgjafa.

Ef óskað er eftir aðstoð með innlestur þá hafið samband við ráðgjafa á netfangið h3@advania.is

Velja samtölu úr lista og fara með bendilinn í reitinn Fyrirsögn Samtölu og smella á Ctrl+Shift+T og fylgja sömu skrefum og voru gerð í þýðingum á launaliðum



3.  Að lokum er farið í launamenn og þar er valið Tungumál á launaseðli sem er undir Laun. Sjálfgefið eru allir settir á íslensku og því þarf bara að breyta þeim sem eiga að fá launaseðil í heimabanka á ensku


Fyrirsagnir eins og LAUNASEÐILL og SAMTALS FRÁ ÁRAMÓTUM eru þýddar í grunninum.

Athugið að þetta á aðeins við um launaseðla í heimabanka

Dæmi um launaseðil á ensku 

Hægt er að vista niður launaseðlana á ensku með eftirfarandi hætti.

Ferli: Laun - Úttak - Launaseðlar - Senda til vefþjónustu

Valið er Skoða/vista sem HTML og launaseðlar vistast á sama stað og skráð er í Stofn - Stillir - Staðsetningar.