Vinnsla milli H3 og Signet
Ráðlagt er að Setja upp vinnslu sem sækir þá undirrituð skjöl frá Signet eins oft og notandi óskar.
Vinnslan er sett upp í Stjórnun>Signet>Setja upp vinnslu
„Setja upp vinnslu“ aðgerðin keyrir á bak við tjöldin og sækir stöðu skjala úr Signet þannig að það sést hvort skjal hafi verið undirritað að hluta, undirritað að fullu eða hafnað. Jafnframt sækir vinnslan skjöl úr Signet og setur í skjalaskáp H3 þegar þau eru að fullu undirrituð.
ATHUGIÐ
Til að vakta stöðu vinnslunnar og ganga úr skugga um að undirrituð skjöl berist reglulega frá Signet, er ráðlagt að gera eftirfarandi:
Gefa umsjónaraðila Signet í H3 aðgangseiningu 1154 svo hann fái sjálfvirkan tölvupóst ef vinnslan er ekki í gangi. Einnig þarf að skrá netfang umsjónaraðila inni í H3 (Signet-Owner).
Settir eru upp áminningapóstar sem minna undirritunaraðila á að þeir eigi eftir að undirrita. Þegar slíkir póstar fara út eru jafnframt sótt skjöl úr Signet sem eru undirrituð að hluta þau sett í skjalaskáp H3.
Hafið samband við ráðgjafa H3 með því að senda póst á netfangið H3@advania.is til að setja upp ofangreinda virkni.