Jafnlaunateningurinn

Uppbygging teningsins

Teningurinn er samsettur úr:

  • Launaupplýsingum úr útborguðum launum
  • PWC launagreiningu eins og hún er í H3
  • Viðmiðum sem lýst var áður í leiðbeiningunum
  • Allri menntun sem skráð er á starfsmann hvort sem er æðsta eða ekki
  • Launum möppuðum á móti mælieiningum vegna jafnlaunavottunar

Með þessari uppfærslu fylgja 6 skýrslur (sjá viðhengi við þessa grein) sem gefa sýn á það hvernig hægt er að ná gögnum úr teningnum og vinna með þau.

Nauðsynlegt er að tengja skýrslurnar við gögn hvers fyrirtækis og eru leiðbeiningar fyrir það neðst á síðunni.

Skýrslurnar sem fylgja með eru:

  • Launaflokkasaga
  • Launatöflugreining
  • Menntagreining
  • PwC Launagreining
  • Viðmiðagreining
  • Samantekt

Jafnlaunateningurinn er hannaður þannig að hægt er að draga sem flestar víddir á lóðrétta og lárétta ásinn og fá þannig út töfluviðmót á teninginn. Þetta ný hugsun frá því sem áður var. Allar víddir og mælieiningar vinna með hver annarri.

Víddir á móti launaliðum

Áður en farið er að vinna í teningi er nauðsynlegt að gera ákveðna möppun til að tengja launaliði við mælieiningar í teningi.

Nýjum reit Möppun f. Jafnlaunavottun hefur verið bætt við og þar er hægt að velja hvaða mælieiningu viðkomandi launaliður tengist. Með þessu móti er hægt að setja fleiri en einn launalið á bak við hverja mælieiningu.

Að auki eru til mælieiningar sem heita Önnur 1 til Önnur 20. Þær er einnig hægt að tengja við launaliði sem síðan er hægt endurskíra í skýrslum (teningi). 

Í eftirfarandi dæmi er búið að mappa saman mælieiningunni Önnur 1 og launalið 430 Dagpeningar. Ætlunin er svo að búa til nýja mælieiningu, Dagpeningar, sem byggir á mælieiningunni Önnur 1.


Unnið með teninginn

Farið er í PivotTable Tools-Analyze-OLAP- Tools-MDX Calculated Measure...

Setja þarf inn nafnið á mælieiningunni, í þessu dæmi Dagpeningar, í reitinn Name.

Setja þarf nafnið á möppunni þar sem mælieiningin á að vera staðsett, í þessu dæmi Launaliðagreining, í reitinn Folder.

Svo er mælieiningin valin úr listanum, í þessu dæmi Önnur 1, og smellt á Insert.

Að lokum er smellt á OK.

Mælieiningar

  • Fjárhæð-RT: Upphæðir úr launaútreikningi
  • Fjöldi launafærslna
  • Fjöldi launatöflufærslna
  • Fjöldi menntunarfærslna

Mælieiningamöppur

  • Launaliðagreining: Þessi mappa innheldur mælieiningar sem búið er að mappa við launaliði. Hægt er að setja upp einn eða fleiri launaliði á bak við hverja mælieiningu.
  • PWC launagreining: Þessi mappa inniheldur mælieiningar sem búið er að mappa við launaliði í Laun-Úttak-PwC launagreining-Varpa launaliðum. Þetta eru mælieiningar sem eiga sérstaklega við PwC launagreiningu.
  • Viðmiðagreining: Þessi mappa inniheldur mælieiningar á viðkomandi stigagjöf á starfaflokka- og starfsmannaviðmiðum.

Víddir

  • Deildir: Eiginleikar fyrir deild, svo sem númer, nafn og hvort deild er yfirdeild.
  • ISAT atvinnugreinaflokkun: Eiginleikar atvinnugreinaflokkunar, svo sem númer og heiti.
  • ISCED menntaflokkun: Eiginleikar menntaflokkunar, svo sem númer og heiti.
  • ISTARF starfaflokkun: Eiginleikar starfaflokkunar, svo sem númer og heiti.
  • Launamenn: Eiginleikar launamanna, svo sem kennitala, nafn, heimadeild, yfirmaður, starfsaldur, æðsta menntun og fleira.
  • Mánuður: Sýnir niður brot á tíma, svo sem ár, ársfjórðung eða mánuð.
  • Menntun: Þetta er ný vídd sem býður upp á að sýna alla menntun starfsmanna eins og hún er skráð í kerfið ásamt öllum eiginleikum sem skráðir eru á menntun. Til þess að menntun sjáist verður að vera skráð dagsetning í dálkana Hóf nám og lauk námi, dæmi: 25.05.2012.
  • Menntun-æðsta: Til þess að sjá bara æðstu menntun á hverjum tíma í töflunni er hægt að notast við þessa vídd. Hún fjarlægir þá út allar þær upplýsingar um menntun sem ekki er æðsta menntun starfsmanns í töflunni.
  • PWC launagreining: Hérna er búið að taka PWC launagreininguna í H3 og bæta við í teninginn, þannig að eiginleikar og mælieiningar hennar eru aðgengilegar í teningnum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þessar upplýsingar byggja á forsendunum sem settar eru upp í PWC greiningunni í H3.
  • Ráðningahlutfall: Sýnir ráðningahlutfall starfsmanns.
  • Staða starfs: Sýnir stöðu starfs svo sem í starfi, leyfi, hættur o.s.frv.
  • Starfaflokkun: Hérna er hægt að draga inn starfaflokkun. Á starfaflokkun er sett inn yfir- og undirviðmið og síðan er starfaflokkun tengd við þau störf sem við á.
  • Starfsheiti: Sýnir starfsheiti starfsmanns.
  • Starfsstéttir: Sýnir okkur starfstéttir sem eru á starfsmönnum.
  • Svið: Sýnir svið sem viðkomandi er skráður á.
  • ráðninga: Sýnir hvaða tegund ráðninga starfsmenn eru með.
  • Verk: Það verk sem starfsmenn eru skráðir á.
  • Verkþættir: Verkþættir sem starfsmenn eru skráðir á.
  • Viðmið: Hér eru undir- og yfirviðmið sýnd.

 Tengdar greinar