7. Uppfæra útborgun
- HCM
Til að loka launakeyrslunni er farið í Laun/Uppfæra útborgun, útborgunin sem er valin efst hægra megin í kerfinu kemur sjálfkrafa inn í ferilmyndina.
Í villuprófunum getur þú skoðað starfsmenn sem líklegir eru til að koma með athugasemd ef smellt er beint á "Framkvæma" neðst í ferlinum.
- Ef starfsmenn hafa skráðar færslur en engar reiknaðar er oftast um að ræða færslur á launaliði sem ekkert reiknast af, t.d. bifreiðastyrk eða dagpeninga. Ef það eru aðrir launaliðir þarf að reikna fyrir þessa aðila, ef þetta eru margir starfsmenn er ráðlegt að "Endurreikna" öll laun.
- Ef starfsmenn eru með reiknaðar færslur en engar skráðar þarf að fara í "Endurreikna öll laun"
Ef villuprófanir skila engum niðurstöðum er smellt beint á "Framkvæma"
Ef starfsmenn eru réttilega með skráðar færslur en engar reiknaðar (bifreiðstyrk,dagpeninga) er hakað við rofann "Halda uppfærslu áfram þó að það finnist skráðar færslur en engar reiknaðar"
Ef það eru ennþá inni reiknaðar færslur þrátt fyrir endurreikning er hakað við "Eyða reiknuðum færslum ef engar skráðar og halda uppfærslu áfram".
Athugaðu !
Eftir að þú ert búin að uppfæra útborgun getur þú engu bætt við eða breytt. Vertu þess vegna viss um að hafa farið í gegnum alla afstemmingu.