Villuprófa skilagrein Brú og Birtu lífeyrissjóð.

Til að hægt sé að nota þessa virkni þá þarf að setja einingu á notanda.

Eining → salary2030 Skilgrein lífeyrissjóða

Ferli: Laun - Afstemming - Skilagrein Lífeyrissjóða

Nú getur notandi framkvæmt villupróf fyrir Brú og Birtu lífeyrissjóð áður en útborgun er lokað.

Við mælum með því að alltaf sé farið í að villuprófa áður en útborgun er lokað, því það getur verið vandasamt að leiðrétta lífeyrissjóðsgjöld eftir á.

Þetta eru sjóðsnúmerin sem vinna á villuprófun í dag skv skilagrein.is, en síðar munu vonandi fleirri lífeyrissjóðir bjóða upp á að geta villuprófað með sambærilegum hætti.

  • 1680 Brú lífeyrissjóður A deild

  • 3680 Brú lífeyrissjóður - endurhæf.s

  • 1683 Brú lífeyrissjóður V deild

  • 3683 Brú lífeyrissjóður endurhæf.s.

  • 1430 Birtu lífeyrissjóður

Aðgerðin mun sækja alla þá starfsmenn sem eru tengdir við Brú og Birtu lífeyrissjóða og keyra villuprófun á ofangreind sjóðsnúmer.

Þetta er gott verkfæri til að stemma af, auðvelt að taka út í excel.

Niðurstöður koma undir Athugasemdir um að Villuleit fyrir Brú og Birtu sé lokið.

Ef koma upp Athugasemdir/Villur þá kemur pop up gluggi.

Sjá dæmi, hægt er að smella á Afrita til að vista upplýsingar yfir í excel eða word til að vinna með áfram.

Hægt er að keyra villuprófun eins oft og þurfa þiggir á meðan útborgun stendur.