Grunnlaun - Laun yfirskrifuð (einstaklingsbundin laun)

Notendum gefst kostur á að vinna með einstaklingsbundin laun í H3.

Einstaklingsbundin laun eru skráð í tímavídd í dálkinn Laun yfirskrifuð og er þá starfsmaður orðinn óháður að vera skráður á launatöflu, launaflokk og þrep.

Ef vinna á með Hlutföll og/eða Krónur í launatöflu þegar verið er að vinna með yfirskrifaða launaupphæð þá þarf að hafa eftirfarandi í huga:

  • Virknin er þannig að ef það var áður skráð launatafla á starfsmanni þá reiknar kerfið það skráða hlutfall af upphæðinni.

  • Ef ekki áður skráð launatafla þá vinnur kerfið útfrá 0 Sameiginlega krónu – og réttindatöflunni.

    • Því þarf að gæta þess að sá launaliður sé skráður í 0 Sameiginlega krónu – og réttindatöflunni.

  • Ef það er t.d. umsamin upphæð á yfirvinnu þá er hægt að skrá þann launalið í Fastir og hlutfallaðir liðir - Einingarverð á tíma.

    • Ef það er yfirskrift í föstum og hlutfölluðum liðum þá yfirskrifar það skráðar forsendur á starfsmanni.

Upplýsingar um Laun yfirskrifuð má finna í starfsmannamynd undir Grunnlaun og í Starfsmannalista.

Dæmi 1:

Starfsmaður var skráður á launatöflu, en frá og með 1.3.2023 á viðkomandi starfsmaður að fara á einstaklingsbundin laun, þá er ný tímavídd stofnuð settar upplýsingar um laun í dálkinn Laun yfirskrifuð, þá verður áður skrifuð launatafla, flokkur þrep óvirkt.

 

 

Dæmi 2:

Nýr starfsmaður fer á einstaklingsbundin laun frá og með 1.11.2021, einnig fer starfsmaður tímabundið á umsamdan taxta á yfirvinnu sem á einnig að fara á aðra deild frá og með 15.11.2021.

Skráning í Fastir liðir tímavídd:

 

Til upplýsinga þá er verið að vinna að eftirfarandi:

  • Vinnslan – Reikna uppbætur

  • Teningar - yfirvinnutaxti yfirskrifaður

 

Það þarf að gæta þessa að hlutföll fyrir launaliði t.d. 105 sé til staðar í 0 töflunni upp á réttindaútreikning og niðurfærslureikning oþh. skráningar þegar um nýja starfsmenn er að ræða og eiga ekki sögu um áður skráða launatöflu.

Hækka einstaklingsbundin laun Grunnlaun - Yfirvinnutaxti yfirskrifaður (einstaklingsbundin laun)