Tæknifólk

Fyrsta skrefið er að taka inn uppfærslu 9013 í samvinnu með notendur kerfisins. Við mælum með að allir notendur hafi útskráð sig úr H3 áður en uppfærslan er tekin inn.

ATH - Ekki gera breytingar á appþjóni fyrr en uppfærsla 9013 hefur verið tekin inn.

ATH2 - Ef .Net 4.8 er ekki uppsett fyrir, þarf að byrja á því, og síðan taka uppfærsluna inn.

Eftir að uppfærsla 9013 hefur verið tekin inn verður H3 kerfið óaðgengilegt öllum notendum þar til H3 hefur verið sótt á tölvuna upp á nýtt, hjá hverjum notanda fyrir sig.

Eftir að uppfærsla 9013 hefur verið tekin inn í H3 þarf að gera eftirfarandi á appþjóni.

Crystal Report

Microsoft OLE DB Driver for SQL Server 18.6.5

.Net 4.8

IIS application pools 64-bit

  • Setja öll IIS application pools á að nota 64-bit með því að breyta gildinu á Enable 32-Bit Applications í False

Breytum Enable 32-Bit Application yfir í False

Að lokum

Gott er að endurræsa appþjón, vefþjónustur og TMScheduler undir services.

H3 þarf að setja upp aftur hjá notendum, ásamt Crystal Report hjá launafulltrúum og þeim sem skoða launaseðla eða aðrar skýrslur í H3.