Sannreyna bankaupplýsingar með vefþjónustu

 

Nú er hægt að sannreyna bankaupplýsingar með vefþjónustu áður en útborgun er lokuð.

 

Ferli: Laun - Afstemming - Sannreyna bankaupplýsingar.

 

Útborgun er valin og ýtt á Opna lista.

 

Nýr gluggi opnast með lista af launamönnum í valinni útborgun.

Það er hægt að sannreyna bankaupplýsingarnar fyrir einn launamann, ákveðna (gefið að þeir séu í röð) eða alla á sama tíma.

Ýtt á Ctrl + A til að velja alla launamennina.

Ýtt á Ctrl + Shift + ör niður/upp til að velja ákveðna launamenn.

 

 

Það er aðgerð hægra megin sem heitir Sannreyna bankaupplýsingar, ýtt er á hana.

Réttur viðskiptabanki valinn.

Aðgangsorð inn í heimabankann skráð.

Einnig hægt að velja rafrænt skilríki hjá Arion banka og Íslandsbanka.

Ýtt á Áfram.

Skilaboð birtist í dálknum Athugasemd um hvort launareikningar launamanna séu skráðir á kennitölu þeirra.

 

Hægt er að gefa aðgang að þessari aðgerð Sannreyna bankaupplýsingar með því að bæta einingunni Salary2035 Sannreyna bankaupplýsingar á viðeigandi hlutverk.

Ekki náðist að fá aðgang til að prófa á móti Arionbanka né Sparisjóðunum áður en virkni fór í dreifingu.

→ Ef þið eruð óviss um aðgangðsorð inn í viðskiptabanka launagreiðanda, þá bendum við á að heyra í viðeigandi banka.