Óvirkja viðhengi
Stjórnun - Skjalaskápur - Óvirkja viðhengi
Laun - Skjalaskápur - Óvirkja viðhengi
Til að stilla sjálfvirka óvirkjun viðhengja:
Smellt er á Skjalaskápur > Óvirkja viðhengi og þá opnast verkferill hægra megin.
Hakað er við “Veldu eina eða fleiri tegundir viðhengja sem eiga að óvirkjast”.
Ýtt er á punktana þrjá fyrir aftan “Hakaðu við ef þú vilt óvirkja viðhengistegundir”, þá opnast listi yfir allar tegundir viðhengja sem til eru í kerfinu.
Hakað er við þau viðhengi sem eiga að óvirkjast sjálfkrafa þegar starfsmaður er settur í starfsstöðuna “Hættur”.
Ef öll viðhengi eiga að óvirkjast sjálfkrafa er hægt að setja hak í efsta kassann á bláa svæðinu fyrir framan Númer, þá merkjast allar tegundir viðhengja.Ýtt er á Áfram og númerin á þeim tegundum viðhengja, sem valin hafa verið, sjást svo í dálkinum fyrir framan punktana þrjá.
Ýtt á Vista.
Þegar Staða starfs á starfsmanni er sett í Hættur, þá verða viðhengistegundirnar sem valdar hafa verið í ferlinu hér fyrir ofan, sjálfkrafa óvirkar.
Athugaðu að óvirk viðhengi sjást ekki á spjaldi starfsmannanna (Launamenn) undir Viðhengi heldur eingöngu í Skjalaskápnum.
Hægt er að finna bæði virk og óvirk viðhengi starfsmanna í Skjalaskápnum.
Smellt er á þríhyrninginn vinstra megin við möppuna Launamenn til að opna hana og viðkomandi launamaður valinn.
Þá sjást viðhengi viðkomandi starfsmanns í listanum hægra megin.
Virkja aftur óvirkt viðhengi í Skjalaskápnum:
Ef búið er að gera viðhengi óvirkt en þið viljið sjá viðhengið aftur á launamanninum sjálfum, þá er hægt að ýta á felligluggann fyrir aftan Óvirkt og breyta stöðunni í Virkt. Að lokum þarf að vista breytinguna með því að smella á litlu diskettuna.
Viðhengið birtist þá aftur undir Viðhengi á spjaldi starfsmannsins (Launamenn).
Hægt er að gefa aðgang að valmyndinni Óvirkja viðhengi með því að bæta við eftirfarandi einingum.
Fyrir Stjórnun: hrm2024 Stillingar - Afvirkja viðhengi
Fyrir Laun: salary3062 Stillingar - Afvirkja viðhengi