Hengja viðhengi við ákveðið starf á starfsmanni

Undir Stjórnun - Mannauður

image-20240111-121202.png

Starfsmaður er valinn - farið á flipann Starf - ýtt er á starfið sem viðhengið á að festast við - hægra meginn er ýtt á bréfaklemmuna fyrir aftan Viðhengi

 

image-20240111-121542.png

Þá opnast glugginn „Setja inn viðhengi“. Þar þarf að:

  • Smella á möppuna hægra megin við Heiti og finna skjalið.

  • Búa til lýsandi heiti í Lýsing.

  • Mikilvægt er að velja rétt í Tegund (hér „Skírteini og réttindi“) því aðgangsstýringar að skjölum í skjalaskáp eru bundnar við tegund. Tegundir eru því eins og læstar skúffur í skjalaskáp og stjórnendum er gefinn aðgangur að mismunandi skúffum / tegundum.

  • Að lokum er smellt á Áfram.

Þá sjáum við viðhengið þar sem það á að vera.

En þegar ýtt er á hitt starf starfsmanns en viðhengið ekki sýnilegt þar.

Ef viðhengi á að sjást á starfsmanni óháð starfi er farið í flipann Launþegi - Viðhengi