Breyta skjali í skjalaskáp

  • Finna skjalið í skjalaskápnum (sjá Skjalaskápur > Skjalaskápur).

  • Smella á litla þríhyrninginn hægra megin við heiti skjalsins og velja Taka til breytinga. Þá opnast skjalið, tilbúið til breytinga:

 

  • Gera breytingar, vista skjalið og loka því.

  • Smella aftur á litla þríhyrninginn hægra megin við heiti skjalsins og velja Vista inn breytingar

  • Þegar rafrænt skjal er komið inn í skjalaskápinn eru öll útprentuð eintök sem kunna að vera til af því í raun og veru óþörf; skjalaskápurinn geymir skjölin í gagnagrunni í öruggri geymslu.