Markaðslaun PwC

Til að auðvelda vinnu við gagnaskil fyrir Markaðslaun PwC er fyrirspurn í H3 sem sækir viðeigandi upplýsingar í launa- og mannauðskerfið. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Markaðslauna PwC

Með því að nota fyrirspurnina verður vinna við gagnaskil mun markvissari og umfangsminni.

Mikilvægt er að kynna sér vel leiðbeiningar sem fylgja með launagagnasniðmáti frá PwC

Til upplýsinga þá er PwC með viðbótarflokka aðra en það sem er skilgreint af Hagstofunni og er í H3 sem Istarf flokkun Hagstofunnar.

Ef viðskiptavinir eru að nota þá viðbótarflokkun þá verður að hafa samband við PwC eða Hagstofuna.


Varpa launaliðum

Þar sem skipulag flokkunar launa hjá PwC getur verið ólíkt skipulaginu í H3 þarf að fylla út vörpunartöflu þar sem farið er yfir launaliði og þeir tengdir skipulagi PwC.  Einnig þarf að stilla af hvaða launaliðir eiga að vera á bak við vinnustundir í grunnlaunum og yfirvinnustundir. 


Eðlilegt er að sumir launaliðir séu flokkaðir þannig að þeir komi ekki með "0 Ekki með" t.d. 9400 orlof (á laun) dagv. og 9405 Orlof (á laun) önnur.  

Skrá stöðluð menntastig

Fara þarf yfir menntastig og flokka menntastigin í fyrirfram skilgreind stöðluð menntastig.  Gert í H3 mannauður undir Stofn - Menntun - Menntastig eða í launakerfi undir Úttak/ PwC launagreining / Skrá stöðluð menntastig.   Athugið að ef ekki er haldið utan um menntun starfsmanna í H3 mannauð er ekki þörf á að fylla þetta út.


Framkvæma vinnsluna

Þegar búið er að varpa launaliðum og skrá stöðluð menntastig er hægt að Opna fyrirspurn.  Eftir að búið er að opna hana er mikilvægt að yfirfara gögnin vel.  Hægt er að breyta gögnum og keyra út eins oft og þurfa þykir.


Þessa fyrirspurn er svo hægt að færa yfir í Excel (hægrismella-Flytja út - Vista lista í Excel skrá - staðsetja skjalið og gefa því nafn).  Þar er listinn svo hreinsaður til og að lokum sendur til PwC.  Athugið að alltaf þarf að tryggja vel öryggi gagna sem send eru með tölvupósti.


Mjög mikilvægt er að eyða út öllum dálkum þar sem (Eyða dálki) kemur fyrir í fyrirsögninni, þetta er gert til að gögnin verði ekki eins persónugreinanleg í skilum til PwC.  Gott getur verið að eiga skjalið hjá ykkur með öllum upplýsingum í til að geta unnið á móti starfsfólki PwC ef einhver vandarmál koma upp.