Kjararannsókn

Úttak launaupplýsinga fyrir kjararannsóknarnefnd.
Upplýsingar eru teknar út á eina útborgun, ef laun eru greidd einu sinni í mánuði.  Ef útborganir eru fleiri má velja útborgun í frá og til.

Til að geta tekið út upplýsinar þarf að vera:

  • Hak í "Kjararannsókn" neðst í skjámyndinni Stofn / Launagreiðandi.


  • Skilgreining á hverjum starfsmanni í skjámyndinni Starfsmenn
    • Fremsta svæðið er starfaflokkur istarf95, flokkun valin í uppfletti
    • Næst er Stöðutala/flokkur, valmöguleikar í uppfletti
    • Aftast er menntunarflokkun

Ekki er hægt að bæta við vali í uppflettitöflurnar


  • Sveitarfélagsnúmer þarf að fylla út á öllum deildum


  • Tengingar launaliða, Kjarar.einingar og Kjarar.upphæð, þarf að setja á hvern launalið fyrir sig
    • Ef niðurstaða einingafjölda er röng gæti verið röng einingategund á launalið






Þegar skrá er skrifuð fær hún sjálfkrafa nafnið KRN#######.txt þar sem ####### er númer útborgunarinnar sem verið er að taka út.  Ef fleiri en ein útborgun er valin verður nafnið á skránni samsett númer fyrstu og síðust útborgunarinnar.


Úttak - Kjararannsókn

Til upplýsinga þá uppfærum við listann á bakvið flokkun á starfsmönnum eftir töflu Hagstofu Íslands.

Síðast var gefin út breyting í uppfærslu í april 2024, nýrri flokkun samkvæmt Hagstofu Íslands bætt við lista.