Fastir og hlutfallaðir liðir
Fastir liðir eru launaliðir sem starfsmenn fá greidda í hverri útborgun með fyrirfram ákveðinni einingu. Þeir eru settir upp til að minnka vinnu í launaskráningu.
Þegar búið er að stofna nýja launaútborgun er farið í að "Staðfesta fasta liði", aðgerðin vinnur á síunni, "Í starfi", "Virkur" og því þarf að passa upp á að rétt sía sé valin.
Ef fastur liður er tímabundinn er hægt að skrá dagsetningu í „Virkur frá“ og „Virkur til“.
Liðir koma inn í staðfestingu í útborgun ef:
„Virkur frá“ dagsetningin er jöfn eða aftar en „Færsludagsetningin“ í útborguninni.
- „Virkur til“ dagsetningin er jöfn eða framar en „Færsludagsetningin“ í útborguninni.
Ef fastur liður á að greiðast í takmarkaðan tíma er notaður dálkurinn "Fjöldi greiðslna", þar er sett inn fjöldi útborgana sem á að taka færsluna. Hér að neðan hafa 12 tímar í yfirvinnu verið settir inn m.v. 3 greiðslur og í greiðsluteljara má sjá að yfirvinnan hefur verið greidd einu sinni. Við uppfærslu á útborgun hækkar greiðsluteljarinn ef fasti liðurinn er í útborguninni.
Ef allar launafærslur koma frá tímaskráningarkerfi eru fastir liðir ekki settir upp.
Hlutfallaðir liðir eru launaliðir sem starfsmenn fá greidda í hverri útborgun sem hlutfall af öðrum launalið. Þegar launin eru reiknuð koma þeir inn.
Í dæminu hér til hliðar fær starfsmaður 35.000-kr. í bílastyrk og 22 fasta yfirvinnutíma ef hann fær 1 mánaðarlaun.
Ef hann fær 0,5 mánaðarlaun reiknast 17.500 í bílastyrk og 11 fastir yfirvinnutímar.
Í stofn / Launaliðir / Reiknistofnar þarf að fara í reiknistofninn SHLUTF og telja upp þá launaliði sem eiga að vera grunnur að útreikningi.
Athugið að hægt er að búa til fleiri reiknistofna ef aðrar reikningsforsendur eiga að taka með sér hlutfallaða liði t.d. álag ætti að reiknast í tímafjölda eftir greiddum dagvinnutímum.
Stofn / Starfsmenn - Fastir liðir
Stofn / Starfsmenn - Hlutfallaðir liðir
Í þessum listum er hægt að sjá alla starfsmenn sem eru með fasta eða hlutfallaða liði, hægt að bæta inn færslum, breyta og eyða þeim út.
Athugið !
Til að vinna með listana þegar fyrirspurnirnar eru komnar upp er hægrismellt á tiltillínuna til að velja inn eða taka út dálka.
Tl að flokka saman eins og í dæmunum hér að neðan er smellt á Crtl+R og dálkurinn sem á að grúbba á er dreginn upp fyrir línu
Smellt er á örina fyrir framan launaliðinn til að sjá starfsmenn.
Í listunum eru upplýsingar um starfsmenn og hvaða föstu liðir eru á þeim
Á myndinni hér til hliðar sjáum við að 25 aðilar eru með mánaðarlaun í föstum liðum, og einn með vaktaálag