Forskráðar upplýsingar á starfsheiti

Hægt er að forskrá upplýsingar á starfsheiti sem skila sér svo inn í grunnupplýsingar starfsmanns. Þetta getur nýst vel t.d. þegar  verið er að ráða inn marga sumarstarfsmenn með sömu grunnupplýsingum.

Ef upplýsingar úr starfsheiti eiga að skila sér í grunnupplýsingar starfsmanns þarf fyrst að fara í Stofn – Stillir og velja þar Hlaun – upphafsgildi og setja í Nota upplýsingar sem eru forskráðar á starfsheiti og smella á Skrá gildi.

Nýir starfsmenn/nýtt starf.

Fara inn í Stofn – Starfsheiti og setja inn þær skráningar sem eiga að tilheyra viðeigandi starfsheiti.

Þær skráningar úr starfsheiti sem skila sér út í grunnupplýsingar starfsmanns eru eftirfarandi:

  • Starfsstétt
  • Flokkur starfsheita
  • Launatafla
  • Launaflokkur
  • Þrep
  • Lífeyrissjóður (Almennur)
  • Stéttarfélag 
  • Deilitala/Orlofstímar
  • Orlofsprósenta DV
  • Orlofsprósenta ÖN
  • Reiknað orlof
  • Vinnuskylda 100%
  • Starfaflokkur
  • Kjararannsókn
    • Starfafl.ISTARF95
    • Stöðutákn ISAT 95
    • Menntunarflokkun

Það stofnast einungis almennur lífeyrissjóður með reglunni L6 Samkvæmt lífeyrissjóði.


Tilfærsla í starfi

Fara inn í Stofn – Starfsheiti og setja inn þær skráningar sem eiga að tilheyra viðeigandi starfsheiti.

Þær skráningar úr starfsheiti sem skila sér út í grunnupplýsingar starfsmanns eru eftirfarandi:

  • Starfsstétt
  • Flokkur starfsheita
  • Launatafla
  • Launaflokkur
  • Þrep
  • Deilitala/Orlofstímar
  • Orlofsprósenta DV
  • Orlofsprósenta ÖN
  • Reiknað orlof
  • Vinnuskylda 100%
  • Starfaflokkur


Þegar starfsmaður er stofnaður og viðeigandi starfsheitanúmer slegið inn þá spyr kerfið hvort nota eigi þær upplýsingar sem skráðar eru á starfsheitið. Ef ætlunin er að nota þær þá er smellt á Yes og þá eiga allar þessar forskráðu upplýsingar að koma inn í gögn starfsmannsins.

Athuga að ef starfsheiti er breytt hjá starfsmanni sem er nú þegar með allar grunnupplýsingar skráðar þá þarf að passa vel að ef smellt er á Yes þá yfirskrifar aðgerðin þær upplýsingar sem fyrir voru á starfsmanninum.

Til upplýsinga ef skráðar eru upplýsingar í Launatöflu í Vinnuskylda 100% og skráðar forsendur í Orlofsflokkahækkanir þá kemur kerfið með aðra spurningu - ef þá er valið Yes yfirskrifar það forsendur úr starfsheiti, ef valið er No þá helst óbreytt skráð gildi samkvæmt forskráðum gildum í starfsheiti.