Sækja undirrituð skjöl - setja upp sjálfvirka vinnslu
Að sækja undirrituð skjöl felur í sér tvennt:
Sækja upplýsingar frá Signet um skjöl í undirritun þannig að undirritun berist í skjalaskáp H3.
Senda út áminningar um undirritun skjala (senda eftir 7 daga nema stillt öðruvísi).
Hægt er að setja upp sjálfvirka vinnslu á því hversu ört á að kanna stöðu skjala í Signet.
Einnig má keyra þessa aðgerð handvirkt með því að smella á litlu örina í Rafrænar undirskriftir og velja Sækja skjöl í undirritun.
Þegar skjal hefur verið undirritað af báðum aðilum þá vistast það í skjalaskáp starfsmanns/umsækjanda í H3.
Hægt er að stilla vistunina þannig að óundirritaða skjalið eyðist út þegar undirritað skjal vistast í skjalaskápinn, þannig að ekki geymist bæði skjölin í skjalaskápnum.
Þegar báðir aðilar hafa undirritað skjal þá stendur signed aftast í heiti skjalsins.