Viðhengi - leit í skjalaskáp

Til að sjá viðhengi í skjalaskáp H3 er farið í Stjórnun>Skjalaskápur-Viðhengi í skjalaskáp

Þá opnast ferlagluggi hægra megin með lista yfir þær skjalaskúffur sem til eru í fyrirtækinu.

Til að kalla fram yfirlit yfir í hvaða skúffu skjöl eru er smellt á skúffuna og hnappinn Sýna lista.

Ef velja á fleiri en eina skúffu er haldið niðri CTRL hnappnum og smellt á skúffurnar sem velja á.

Með því að halda niðri shift takkanum er hægt að velja margar skúffur í röð.

 

Þegar smellt er á Sýna lista opnast færslulisti. Lengst til hægri eru dálkar með heitum völdum skjalaskúffum. Á myndinni sést yfirlit yfir skjöl í skúffunni Mynd af launamanni.

Athugið:

  • Dagsetning í heiti skjalaskúffu segir til um að til sé skjal í skúffunni á launamanni - og hvenær það var vista. Ef engin dagsetning sést er launamaður ekki með þá tegund skjala í skjalaskúffu.

  • Notandi sem fær aðgang að öllum skjalaskápnum ætti jafnframt að vera notandi sem hefur aðgang að öllum tegundum viðhengja hjá öllum starfsmönnum.

Eins og aðra lista má taka listann út í Excel.