Fastir og hlutfallaðir líðir tímavídd

Þegar fastir liðir í tímavídd eru stofnaðir, þarf að muna að óvirkja eða eyða skráningu úr Fastir liðir og Hlutfallaðir liðir án tímavíddar ef um sömu launaliði er að ræða.

Hægt er að óska eftir aðstoð við að taka út og lesa inn í Fastir og hlutfallaðir liðir tímavídd, hafið þá samband við ráðgjafa á netfangið: h3@advania.is

Fastir liðir eru launaliðir sem starfsmenn fá greidda í hverri útborgun með fyrirfram ákveðinni einingu.  Þeir eru settir upp til að minnka vinnu í launaskráningu.

Þegar búið er að stofna nýja launaútborgun er farið í að "Staðfesta fasta liði", aðgerðin vinnur á síunni, "Í starfi", "Virkur" og því þarf að passa upp á að rétt sía sé valin.


Hægt er að vinna með Fasta og hlutfallaða liði í gegnum Starfsmenn og Skrá tíma og laun.

Fastir og hlutfallaðir liðir tímavídd er óháð tímavídd Starfsmanns en þessar tvær tímavíddir vinna saman.

Sveigjanleiki í skráningu í föstum liðum í tímavídd er góð, notandi ber ábyrgð á því frá og með hvaða tíma hann stofnar fasta liði, hvenær hann lokar föstum liðum og getur því breytt og átt við skráningar að vild.

  • Ef fastur liður á að vera tímabundinn þá er hægt að skrá dagsetningu í „Virkur frá“ og „Virkur til“.

Öll söguskráning er til staðar og því hægt að fylgjast með breytingum með því að smella á ALT + F9 eins og áður, sem skilar yfirliti yfir allar breytingar sem hafa verið gerðar í þeirri skráningarmynd.

Fyrst um sinn er um viðbótarvirkni að ræða, og eru fastir liðir og hlutfallaðir áfram aðgengilegir og í fullri virkni án vísunar í tímavídd eins og áður.

Starfsmenn

Ferli: Starfsmenn – Fastir og hlutfallaðir liðir

Byrjað er á því að stofna tímabil og svo er bætt inn skráningunum sem eiga við þá tímavídd.

  • Hægt er að vera með tímavíddir sem eru að vinna á sama tímabili.

Hér er dæmi þar sem starfsmaður er með skráðar þrjár tímavíddir.

 

Skrá tíma og laun

Ferli: Skrá tíma og laun - Fastir og hlutfallaðir liðir

Byrjað er á því að stofna tímabil og svo er bætt inn skráningunum sem eiga við þá tímavídd.

  • Hægt er að vera með tímavíddir sem eru að vinna á sama tímabili.

Hér er dæmi um starfsmann sem fer í fæðingarorlof og kemur svo til baka 1.1.2022 í 80% starf.

 

Fastir og hlutfallaðir launaliðir

Hlutfallaðir liðir eru launaliðir sem starfsmenn fá greidda í hverri útborgun sem hlutfall af öðrum launalið. Þegar launin eru reiknuð koma þeir inn.

  • Nú er hægt að skrá Fasta og hlutfallaði liði á tíma og þá er virknin orðin þannig að ef launaliðurinn á að koma inn í miðjum greiðslumánuði þá hlutfallast sá launaliður einnig í takt við tímabil.

  • Það sem tryggir skráningu á hlutfölluðum lið er dálkurinn Hlutfallaður liður - Reiknistofn, þar er valið SHLUTF eða það hlutfall sem á við.

Sjá dæmi hér til hliðar:

  1. Starfsmaður er með skráða tímavídd frá 1.11.2021

    • Mánaðarlaun

  2. Einnig var hann með tímabundnar greiðslur frá 15.12.2021

    • Önnur laun 1 x 50.000 kr

    • Yfirvinna föst 20 einingar með einingarverðinu 4.500 og sú færsla á að reiknast á deild 30

 

Skráning í Fastir og hlutfallaðir liðir (Skrá tíma og laun)

Þá lítur reikningur svona út:

 

Upplýsingar um skráningar og fyrirspurn:

Yfirlit yfir alla skráða Fasta og hlutfallaða liði í tímavídd á starfsmenn má finna undir Stofn – Starfsmenn – Fastir og hlutfallaðir liðir tímavídd

Fyrirspurnin  Samanburður á föstum liðum tímavídd er nú aðgengileg undir Laun – Afstemming – Fyrirspurnir.

 

Það á eftir að gera ráðstafanir á aðgerðinni Hækkun á föstum liðum tímavídd