Grunnlaun - Yfirvinnutaxti yfirskrifaður (einstaklingsbundin laun)
Ferli: Laun - Starfsmenn - Grunnlaun
Notendum gefst kostur á að vinna með yfirvinnutaxti yfirskrifaður.
Þegar kemur að yfirvinnutaxti yfirskrifaður þá þarf að skilgreina í stillingum hvaða launaliður vinnur útfrá skráningum í reitnum yfirvinnutaxti yfirskrifaður.
Ferli: Stofn - Stillir - Laun - Einstaklingsb.
Við mælum með því að nota sérstakan yfirvinnu launalið.
Yfirvinnutaxtinn er skráður í tímavídd starfsmanns í dálkinn Yfirvinnutaxti yfirskrifað og er þá starfsmaður orðinn óháður að vera skráður á launatöflu, launaflokk og þrep.
Það þýðir að hækkanir á launatöflum hafa ekki áhrif á þá starfsmenn sem hafa yfirskrifuð laun
Athugið: einungis er hægt að vinna með Yfirvinnutaxti yfirskrifað ef verið er að vinna með Laun yfirskrifuð.
Dæmi:
Starfsmaður var skráður á launatöflu, en frá og með 1.7.2023 á viðkomandi starfsmaður að fara á einstaklingsbundin laun og yfirvinnutaxta, þá er ný tímavídd stofnuð settar upplýsingar um laun í dálkinn Laun yfirskrifuð og Yfirvinnutaxti yfirskrifað, þá verður áður skrifuð launatafla, flokkur þrep óvirkt á dagsetningunni 30.06.2023.
Aðrir launaliðir, eins og t.d. dagvinna í orlofsuppgjöri, taka það hlutfall sem skráð er á launatöfluna sem starfsmaðurinn var á, þó mánaðarlaun og yfirvinnu taxti komi ekki þaðan, ef ekki áður skráð launatafla þá tekur kerfið hlutfallið sem er skráð á 0 Sameiginleg krónu - og réttindatafla.