Setja skjal í skjalaskáp
Stjórnun > Mannauður > velja einstakling > smella á litlu bréfaklemmuna fremst í færslunni og smella svo á „Setja inn viðhengi“ neðst:
Eða smella á viðhengismerkið í borðanum hægra megin á síðunni:
Þá opnast glugginn „Setja inn viðhengi“. Þar þarf að:
Smella á möppuna hægra megin við Heiti og finna skjalið.
Búa til lýsandi heiti í Lýsing.
Mikilvægt er að velja rétt í Tegund (hér „Skírteini og réttindi“) því aðgangsstýringar að skjölum í skjalaskáp eru bundnar við tegund. Tegundir eru því eins og læstar skúffur í skjalaskáp og stjórnendum er gefinn aðgangur að mismunandi skúffum / tegundum.
Að lokum er smellt á Áfram.