Gengi
Að lesa gengi inn í H3 með Excel-skjali
Skref 1 - Eining
Setja þarf á notandann eininguna: TMFW-Import-Excel
Það er gert með því að velja eitthvert hlutverk sem notandinn er með og bæta einingunni við með fullum aðgangi.
Skref 2 - Stofna innsláttarskjal
Stofna þarf innsláttarskjal fyrir töfluna sem á að flytja gögn inn í.
Það er gert með því að velja Gjaldmiðlar - Gengisskráning - hægri smella í listanum og velja Flytja inn - Stofna innsláttarskjal
Við það opnast Save As gluggi og þar þarf að velja hvar vista á skjalið sem verið er að búa til.
Valin er mappa/staðsetning og skránni gefið nafn
Þegar smellt er á Save opnast Excel skjalið. Dæmi eins og hér að neðan:
Skref 3 - Hreinsa gögn
Að vinna með skjalið:
Ef bæta á nýjum gögnum við skjalið, eins og að skrá nýtt gengi er best að hreinsa gömlu gögnin út og skrá þau nýju inn. Í skjalinu hér að ofan þarf að skrá inn í dálka B til E, nauðsynlegt er að hafa A dálk tóman. Ef skjalið er ekki hreinsað áður en það er flutt inn í kerfið þá er listinn yfirskrifaður og það kemur t.d. ný dagsetning í færslu síðast breytt.
Skjalið ætti þá að líta svona út með A dálk tóman:
Þegar búið er að vinna með skjalið er það vistað og því lokað.
Skref 4 – Flyja inn Excel-skjalið
Gengið er sótt af þessari síðu: https://www.sedlabanki.is/hagtolur/opinber-gengisskraning/timaradir/
Velja sækja og þá opnast excel skjal
Þá er hægt að afrita dagsetningar og miðgengið og færa yfir í innlestrarskjalið sem tekið var út úr H3 dagpeningum.
Loka skrefið er að flytja inn Excel skjalið – það er gert með því að vera í listanum (Gjaldmiðlar – Gengisskráning) sem flytja á gögn í, hægri smella og velja Flytja inn – Flytja inn excelskjal. Athugið að skjalið má ekki vera opið á meðan það er flutt inn.
Við það opnast glugginn hér að neðan og skjalið er fundið smell á það og síðan á Open:
Eftir það opnast þessi gluggi:
Ef hakað er í Staðfesta Excel skrá athugar kerfið hvort eitthvert svæði er tómt í skjalinu sem má ekki vera tómt við flutninginn.