5. Endurreikna og stemma af

Fyrir afstemmingar þarf að endurreikna launin.  Það er gert í Laun / Endurreikna. 

 

Þegar fyrirtækjalistinn er tekinn út þá er sett "Já" í reitinn "Sundurliða á tímabil"  við það skiptast færslurnar á tímabilin desember og janúar.  Ef enginn er með greiðslutíðnina "Fyrirfram" á ekkert að koma á  janúar í listanum.

 

Við minnum á að fara vel yfir allar skýrslur og fyrirspurnir undir Laun/Afstemming/Skýrslur og Laun/Afstemming/Fyrirspurnir.

Kostur er að keyra villupróf á staðgreiðslu RSK áður en útborgun er lokað.

Villuprófa skilagrein RSK

Athugið að RSK opnar ekki á villuprófun fyrir janúar fyrr en eftir áramótin.