2. Staðgreiðsla - breyting á skatthlutföllum
Ef breytingar verða á staðgreiðslu þarf að breyta skatthlutföllum. Það er gert í valmyndinni Stofn / Skatthlutföll. Stofnuð er ný færsla fyrir skatthlutföll nýs árs. Ýtt er á Insert og settur inn gildistími mm.yyyy og nýjar upplýsingar settar inn inni í skráningarmyndinni.
ATH. Hafi upplýsingar ekki borist frá skattstjóra þegar byrjað er að færa laun þá þarf að endurreikna öll laun eftir að búið er að setja inn skatthlutföllin fyrir nýja árið. Nálgast má upplýsingar vegna staðgreiðslu á vef Ríkisskattstjóra.