Ofgreidd laun

Alltaf er eitthvað um það að laun séu ofgreidd. Ekki er hægt að breyta færslum eftir að búið er að uppfæra útborgunina, því þarf að leiðrétta ofgreiddu launin, við mælum með því að það sé gert í aukaútborgun frekar en leiðréttingunni sé blandað saman við færslur í næstu útborgun.  Ástæða:  leiðréttingin verður sýnilegri fyrir launþegann og afstemming einfaldari fyrir þann sem er að gera leiðréttinguna.


Skref 1.     Prenta út launaseðilinn með ofgreiddu laununum

Úttak Launaseðlar

Skref 2.     Skráðu launin eins og þau hefðu átt að vera og prentaðu út "Skráning + afleiddar".  Eyddu þessum færslum úr skráningunni.

Skrá tíma og laun

Skref 3.     Skráðu allar launafærslur sem á að leiðrétta í mínus.

Skrá tíma og laun

Skref 4.     Skráðu á launalið 750 það sem launþeginn fékk ofgreitt, þ.e.  mismunurinn á launaseðlinum og skráningarblaðinu sem þú prentaðir út í skrefi 2.  Einingafjöldinn á að vera í mínus

Skrá tíma og laun

Skref 5.      Reiknaðu og taktu launaseðilinn á skjáinn eða prentaðu út. Ef orlof í banka kemur í mínus þarf að breyta orlofsreikningi á starfsmanninum í "Allt greitt" eða "Dagvinnu safnað rest greitt" og setja upphæðina á orlofinu á launalið 750, -1 í einingar og upphæðina í einingaverð. Hérna er gott að breyta textanum á launaliðnum í "Leiðr. vegna orlofs."

F8 í skrá tíma og laun og valið Launaseðill

Skref 6.     Það þarf að skoða nákvæmlega fjárhæðina sem kemur í útreikningnum á staðgreiðslunni og bera það saman við staðgreiðsluna á ofgreidda launaseðlinum og rétta seðlinum sem þú prentaðir út í skrefi 2.  Skráðu mismun á LL 9705 þannig að staðgreiðslan í leiðréttingarútborgunni verði nákvæmlega sú sama og mismunurinn á staðgreiðslu í rangri og réttri útborgun. Þá eiga útborguð laun að vera á núlli og leiðréttingu lokið.


Flipinn "Reikningur" í skrá tíma og laun

Skref 7.     Ef þú ert með kerfiseininguna H3 Greiningar skaltu taka út teninginn "Heildarfærslur" .

  • Setur inn útborgun í frá og til, röngu útborgunina í fremri reit, og útborgunina sem þú varst að skrá inn leiðréttingar í aftari reitinn
  • Kennitölu launþega í "Launamaður"


  • Opna lista
  • Setur launaliði á lóðrétta ásinn
  • Og allir liðir ættu að vera 0, nema hugsanlega staðgreiðslan en þá væri samtala launaliða 97.... = 0

 


Skref 8.   Þegar  útborgunin er uppfærð breytist launaliður 9705 í launalið 9700.