Orlofsfærslur

Orlof er leiðrétt beint í skrá tíma og laun.  Hægt er að skrá leiðréttinguna í reglubundna útborgun eða stofna til þess nýja.  Setja þarf mánuð á útborgunina. 


Ef það þarf að leiðrétta marga og setja aðra dagsetningu á færslurnar heldur en þá sem færsludagurinn sækir þá er best að nota til þess launaskráningarskjal Advania og lesa færslurnar inn úr línuskráningu.

Sækja skjalið. (haldið niðri CTRL hnappnum þegar þið smellið á skjalið)

Skref 1:

Laun / skrá tíma og laun   -   Laun / Innlestur / Skráningar

Ef ekki á að kostnaðarreikna leiðréttinguna:

  • Skrá eða lesa inn leiðréttinguna á safnfærslulið orlofs, 9320.

  • Mínusfærsla lækkar Orlofsrétt.

  • Til að hækka Orlofsrétt eru dagsetningar á færslum hafðar á síðastliðnu orlofsári.

  • Plúsfærsla hækkar Áunnið orlof.

  • Til að lækka Áunnið orlof eru færslurnar hafðar í mínus og hakað í safnfærsla leiðrétt.

Ef það á að kostnaðarreikna leiðréttinguna, notað t.d. ef gleymst hefur að skrá úttekið orlof og launin voru skráð á venjulega dagvinnulaunaliði.

  • Tímafjölda deilt upp í "Vinnuskylda í 100%" starfi og skráð sem mínus eining á launaliðinn "Mánaðarlaun" og plús eining á "Mánaðarlaun í orlofi".  Kerfið umreiknar eininguna yfir á launalið 9320 í tíma og niðurfærir Orlofsrétt.

eða

  • Tímar færðir sem mínus eining á launaliðinn "dagvinna" og plús eining á "Dagvinna í orlofi".  Kerfið býr til færslu á 9320 og niðurfærir Orlofsrétt.


Skref 2:

Útborgun er uppfærð.


Skref 3:

Ef búið var að reikna orlofsskuldbindingu má fara í Réttindi / Réttindaútborgun, velja þá útborgun sem á að endurreikna og fara í "Aðgerðir" / "Reikna réttindi"  þá eyðir kerfið út fyrri reikningi og reiknar aftur m.v. leiðréttar forsendur.

Orlof fór í banka en átti að safnast upp í dögum
Bankinn tekur ekki við mínusfærslu og endurgreiðir ekki.

1. Skrá inn orlofstímana á launalið 9320 í plús

2. Skrá á launalið 9400 upphæðina sem átti ekki að reiknast með -1 í einingu.

Þá á launþeginn rétta orlofsdaga þegar hann fer í frí, hann á líka orlofsinneign í bankanum en á móti fær hann lægri laun útborguð í þessari útborgun.  Athugið að þá er miðað við að þessi leiðrétting sé færð í útborgun sem viðkomandi er að fá greidd önnur laun, en ekki í aukaútborgun.