Stéttarfélagsgjöld
Það er einfalt að leiðrétta stéttarfélagsgjöld í Skrá tíma og laun. Leiðréttinguna er hægt að framkvæma hvort heldur er í reglulegri útborgun eða í aukaútborgun. Launaliðir sem tengjast stéttarfélagsgjöldum byrja allir á 91.
Skref 1. Reikna út upphæð þeirra stéttarfélagsgjalda sem á að leiðrétta.
Skref 2. Skrá á launalið 9100 og aðra mótframlagsliði upphæðina. Muna að setja Skuldareiganda á færsluna.
Til að endurgreiða þá á að skrá einingar sem -1.
Skref 3. Reikna. Athuga ef leiðréttingin er gerð í aukaútborgun með leiðréttingafærslunum eingöngu þarf að nota launalið 750 til að setja útborgunina á núll, nema um endurgreiðslu sé að ræða.
Ef leiðréttingin er gerð í reglubundinni útborgun þar sem launþeginn sem verið er að leiðrétta er með laun blandast leiðréttingafærslurnar við stéttarfélagsfærslurnar sem reiknast af viðkomandi launum. Best er því að reikna launin og taka út launaseðilinn og síðan setja inn leiðréttingafærslurnar með réttum dagsetningum. Reikna og bera svo saman og stemma af.