Iðgjald og mótframlag í lífeyrissjóði
Leiðréttingu á lífeyrissjóði er hægt að framkvæma hvort heldur er í reglulegri útborgun eða í aukaútborgun. Hægt er að draga af, endurgreiða og millifæra lífeyrisiðgjöld.
Skref 1. Reikna út upphæð iðgjaldsins og mótframlags ef það á við.
Skref 2. Almennan lífeyrissjóð á að leiðrétta á launalið 9000 og 9020 en séreignasjóð á 9010 og 9030. Upphæðin sem verið er að leiðrétta er skráð beint inn í "Skrá tíma og laun". Það þarf að athuga sérstaklega ef verið er að leiðrétta séreignasparnað að setja réttan skuldareiganda. Til að endurgreiða þá verða einingar -1 en til að draga af launþega er einingin 1.
Skref 3. Athuga ef leiðréttingin er gerð í aukaútborgun með leiðréttingafærslunum eingöngu þarf að nota launalið 750 til að setja útborgunina á núll , nema verið sé að endurgreiða.
Leiðrétting á séreignasparnaði í aukaútborgun, í þessu dæmi hefur gleymst að setja séreignasjóðinn á starfsmanninn.
Skref 4. Iðgjald í lífeyrissjóð lækkar reiknaða staðgreiðslu að hámarki 4% í sameign og 4% í séreign
Ef á að leiðrétta staðgreiðsu er hún handreiknuð miðað við skattaþrep starfsmannsins og bætt inn í skráninguna, notum launalið 9705 - Leiðrétt staðgreiðsla
Ef leiðréttingin er sett í reglubundna útborgun þar sem launþeginn sem verið er að leiðrétta er með laun, blandast leiðréttingafærslurnar við lífeyrisiðgjaldafærslurnar sem reiknast af viðkomandi launum. Best er því að reikna launin og taka út launaseðilinn. Setja síðan inn leiðréttingafærslurnar á réttum dagsetningum og reikna og bera svo saman og stemma af.
Muna svo að yfirfara í Starfsmanni lífeyrissjóðina og laga ef þarf.