Leiðrétting á færslum til RSK

Þegar þarf að leiðrétta staðgreiðslu, persónuafslátt eða tryggingagjald þarf að vera búið að reikna út upphæðina fyrirfram.  Þegar leiðréttingu er lokið  er send inn viðbótarskilagrein til RSK.


Leiðrétta staðgreiðslu

Efra dæmi:

  • Í einingar er skráð -1 þegar verið er að endurgreiða og upphæðin sett í einingaverð


Neðra dæmi:

  • Í einingar er skráð 1 þegar launþegi á að greiða hærri staðgreiðslu en reikningurinn segir til um og upphæðin sett í einingaverð, ef engar launafærslur eru í þessari útborgun þarf að "lána" starfsmanni fyrir greiðslunni og til þess er notaður frádráttarliður sambærilegur fyrirframgreiddum launum og einingin er höfð í -(mínus)


  • Þegar útborgun er uppfærð breytist launaliður 9705 í launalið 9700



Leiðrétta persónuafslátt

Við leiðréttum persónuafslátt í skrá tíma og laun á launalið 9710

  • Í einingar er skráð -1 þegar verið er að endurgreiða og upphæðin sett í einingaverð
  • Í einingar er skráð 1 þegar launþegi á að greiða hærri staðgreiðslu en reikningurinn segir til um og upphæðin sett í einingaverð, það þarf að setja inn skráningu á fyrirframgreidd laun eins og í dæminu hér að ofan til að útborguð laun fari ekki í mínus
  • Skoða skattkortið og laga dagsetningar og eða ónýttan persónuafslátt



Leiðrétta tryggingargjald

Tryggingagjald er leiðrétt í skrá tíma og laun á launalið 9500, í plús eða mínus á eininguna eftir því hvort verið er að hækka eða lækka greiðsluna.